Hoppa yfir valmynd

Sendiherra afhendir trúnaðarbréf í Frakklandi

Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra, afhenti fyrr í vikunni Emmanuel Macron, forseta Frakklands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Frakklandi og Andorra. Á fundi þeirra var m.a. rætt um mikilvægi alþjóðasamvinnu, sérstaklega á tímum heimsfaraldurs sem setti svip sinn á afhendinguna. 

Samskipti Íslands og Frakklands eru farsæl og  leggja bæði ríki áherslu á virðingu fyrir lýðræðinu, mannréttindum, réttaríkinu og mikilvægi alþjóðasamstarfs, m.a. til þess að stuðla að góðum samskiptum milli ríkja og friðsamlegri lausn deilumála. Samstarfsmöguleikar ríkjanna eru töluverðir á vettvangi loftslagsmála, líffræðilegs fjölbreytileika og jafnréttismála. Þá eru fjölmörg önnur samstarfstækifæri á sviði nýsköpunar, endurnýjanlegrar orku, skapandi greina og í útflutningi fjölbreyttra sjávarafurða.   

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics