Hoppa yfir valmynd

Málþing um átaksverkefni í jarðfræðikortlagningu

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) og Náttúrufræðistofnun Íslands boða til málþingsins Átaksverkefni í jarðfræðikortlagningu og skráningu jarðminja miðvikudaginn 1. september.

Með málþinginu verður kynntur rammasamning sem ráðuneytið, ÍSOR og NÍ gerðu með sér í vor, sem felur í sér að stofnanirnar tvær  munu vinna náið saman að kortlagningu berggrunns landsins.

Samningurinn er fimm ára átak í jarðfræðikortlagningu og skráningu jarðminja og leggur ráðuneytið 100 milljónir króna til verksins og stofnanirnar hluta af rekstrarfé sínu.

Málþingið verður haldið á Hvammi á Grand hótel miðvikudaginn 1. september kl. 13, en verður einnig aðgengilegt í beinu streymi. Þátttakendur eru hvattir til að tilkynna þátttöku á netfangið [email protected].

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics