Hoppa yfir valmynd

Tæplega hundrað milljónir til borgarasamtaka vegna þróunarsamvinnuverkefna á árinu

Ákveðið hefur verið að veita allt að 93 milljónum króna til þróunarsamvinnuverkefna borgarasamtaka árið 2018, til viðbótar við gildandi skuldbindandi samninga ráðuneytisins við íslensk borgarasamtök um þróunarsamvinnu. Utanríkisráðuneytið minnir á að umsóknarfrestur um styrki fyrir þróunarsamvinnuverkefni íslenskra borgarasamtaka er til miðnættis 1. júní ár hvert. Umsóknir skal senda á netfangið borgarasamtok.styrkir@mfa.is.

Umsækjendur skulu tilgreina hvort að sótt sé um nýliðastyrk, vegna styttra þróunarsamvinnuverkefnis eða langtímaverkefnis. Einungis borgarasamtök sem sækja um styrki til þróunarsamvinnuverkefna í fyrsta sinn geta sótt um nýliðastyrk.

Við þessa styrkúthlutun verður farið eftir verklagsreglum ráðuneytisins um samstarf við borgarasamtök frá 2015. Í reglunum er að finna vinnulag og viðmið sem notuð eru við mat á umsóknum, auk skilyrða sem borgarasamtök verða að uppfylla til að teljast styrkhæf. Jafnframt er þar að finna upplýsingar um hvaða gögnum ber að skila með hverri umsókn.

Athygli er vakin á því að ráðuneytið fjallar ekki um umsóknir þeirra sem ekki hafa gert fullnægjandi skil vegna fyrri styrkja.

Við mat á umsóknum er m.a. litið til þess hvort að aðstoðin sem til stendur að veita sé óhlutdræg og byggist á þörfum haghafa inngripa hverju sinni. Jafnframt er lagt mat á það hvort að verkefni styðji við áherslur íslenskra stjórnvalda í þróunarsamvinnu og samrýmist stefnu stjórnvalda í samstarfsríkjum. Enn fremur er horft til þess hvort að verkefni hafi jafnréttissjónarmið að leiðarljósi.

Ráðuneytið styrkir verkefni sem unnin eru í eigin nafni umsækjanda, verkefni sem unnin eru í samstarfi við samtök í samstarfslandi og til verkefna á vegum alþjóðlegra samtaka eða í samvinnu við önnur samtök.

Verklagsreglur utanríkisráðuneytisins byggjast m.a. á alþjóðlegri stefnu og starfsaðferðum við styrkveitingar úr opinberum sjóðum og stefnumiðum ráðuneytisins.

Einungis verður tekið við umsóknum sem skilað er inn á þar til gerðum eyðublöðum er finna má á vef Stjórnarráðsins, en þar má einnig finna nánari upplýsingar um verklagsreglur, sem og aðrar hagnýtar upplýsingar.

 

Tags

6. Hreint vatn og hreint
3. Heilsa og vellíðan

Heimsmarkmiðin

6. Hreint vatn og hreint

3. Heilsa og vellíðan

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics