Hoppa yfir valmynd

Bein útsending frá hátíðardagskrá á degi íslenskrar tungu

Í dag er haldið upp á dag íslenskrar tungu í 28 sinn. Í Eddu, húsi íslenskunnar, fer fram sérstök hátíðardagskrá klukkan 16 í dag. Þar taka meðal annars til máls Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, og Guðrún Nordal , forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Venju samkvæmt verða Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar afhent ásamt viðurkenningu dags íslenskrar tungu.

Sýnt verður beint frá viðburðinum hér fyrir neðan.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics