Hoppa yfir valmynd

Ný skýrsla um loftslagsmál í nautgriparækt

Starfshópur um loftslagsmál í nautgriparækt hefur skilað skýrslu til Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra. Hópurinn var skipaður fyrr á árinu í framhaldi af undirritun samkomulags um breytingar á samningi um starfsskilyrði nautgriparæktar þar sem m.a. kemur fram það markmið að íslensk nautgriparækt verði að fullu kolefnisjöfnuð eigi síðar en árið 2040.

Hlutverk hópsins var að setja saman verk- og fjárhagsáætlun og að útfæra þau atriði sem miða að kolefnisjöfnun greinarinnar. Í skýrslunni leggur starfshópurinn megináherslu á að þeir fjármunir sem til ráðstöfunar verða fram að næstu endurskoðun búvörusamninga árið 2023 verði nýttir annars vegar til að bæta þau gögn sem liggja til grundvallar losunarbókhaldinu í nautgriparækt og hins vegar til fræðsluverkefna.  Þýðingarmikið er að bændur hafi aðgang að sem bestum gögnum um losun frá sínum búum, séu meðvitaðir um hana og þá möguleika sem þeir hafa til að draga úr henni. Fjármunir sem verða til ráðstöfunar eftir endurskoðunina 2023 verði síðan nýttir til að ýta undir beinar aðgerðir á búunum.

Skýrslu hópsins má finna hér.

Tags

17. Samvinna um markmiðin
15. Líf á landi
11. Sjálfbærar borgir og samfélög
13. Aðgerðir í loftslagsmálum

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

15. Líf á landi

11. Sjálfbærar borgir og samfélög

13. Aðgerðir í loftslagsmálum

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics