Hoppa yfir valmynd

Afhending trúnaðarbréfs í Mónakó

Albert II, fursti af Mónakó og Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra - mynd

Unnur Orradóttir Ramette sendiherra með aðsetur í París, afhenti Albert II. fursta af Mónakó trúnaðarbréf sitt miðvikudaginn 17. maí. Við það tækifæri ræddu þau sameiginleg áherslumál ríkjanna eins og málefni hafsins, umhverfisins og loftslagsvána en einnig innrásina í Úkraínu og sameiginleg gildi og þá einkum með vísan í niðurstöður fundar Evrópuráðsins í Reykjavík sama dag, sem var sóttur af Pierre Dartout forsætisráðherra Mónakó. Sendiherra átti einnig fundi með Guillaume Rose, formanni verslunarráðs Mónakó (Monaco Economic Board), Michael Payne kjörræðismanni Íslands í Mónakó og Marie-Catherine Caruso-Ravera, skrifstofustjóra alþjóðamála í utanríkisráðuneytinu.

  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 1
    Michael Payne, ræðismaður Íslands í Mónakó, Albert II. fursti af Mónakó og Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 2
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 3
    Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra, og Marie-Catherine Caruso-Ravera, skrifstofustjóri alþjóðamála í utanríkisráðuneytinu

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics