Hoppa yfir valmynd

Niðurstaða úthlutunar á tollkvótum á landbúnaðarvörum sem taka gildi 1. júlí 2024

Nýverið lauk úthlutunarferli tollkvóta á landbúnaðarvörum sem taka allir gildi 1. júlí nk. og gilda ýmist í 6 eða 12 mánuði. Í nær öllum tilvikum var umfram eftirspurn eftir tollkvótum og var þeim því úthlutað með útboði. Um er að ræða tollkvóta sem veita heimild til innflutnings á kjöti, unnum kjötvörum, ostum og plöntum án tolla eða á lægri tollum en tollskrá segir til um. Um niðurstöður hverrar úthlutunar má lesa að neðan.

Niðurstöður úthlutunar á ESB tollkvótum

Þriðjudaginn 21. maí síðastliðinn rann út tilboðsfrestur í tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum frá Evrópusambandinu samkvæmt reglugerð nr. 1176/2023 fyrir tímabilið 1. júlí til 31. desember 2024. Útboðsgjald tollkvóta ræðst af lægsta samþykkta tilboði í hverjum vörulið, þ.e. jafnvægisverði. Tilboð eru samþykkt frá hæsta boði til þess lægsta innan þess magns tollkvóta sem í boði er. Samtals bárust 23 tilboð í tollkvótann.

Magni tollkvóta sem auglýst var til umsóknar var úthlutað að fullu. Samanlagt var 1.906 tonna tollkvóta úthlutað og var meðalútboðsgjald 521 kr./kg.

 

Vörulýsing

Tollkvóta úthlutað (kg)

Fjöldi samþykktra tilboða

Jafnvægisverð (kr./kg)

Nautgripakjöt

348.000

11

520

Svínakjöt

350.000

8

398

Alifuglakjöt

428.000

12

589

Alifuglakjöt*

100.000

4

49

Reykt og saltað kjöt

50.000

10

349

Sérostur **

115.000

8

0

Ostur

190.000

11

960

Pylsur

125.000

12

370

Unnar kjötvörur

200.000

11

851

(*) alifuglakjöt lífrænt ræktað/lausagöngu, í vörulið úr 0207
(**) skráð í samræmi við reglugerð ráðsins (EB) nr. 1151/2012 um vernd landfræðilegra merkinga og uppruna landbúnaðarafurða og matvæla. Úthlutað með hlutkesti.


Nánari upplýsingar um niðurstöður útboðsins má finna hér.

Niðurstöður úthlutunar á WTO tollkvótum

Þriðjudaginn 21. maí síðastliðinn rann út tilboðsfrestur í tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum á grundvelli aðildarsamnings Íslands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (e. WTO) með vísan til 65. gr. búvörulaga nr. 99/1993, samkvæmt reglugerð nr. 477/2024 fyrir tímabilið 1. júlí 2024 til 30. júní 2025. Útboðsgjald tollkvóta ræðst af lægsta samþykkta tilboði í hverjum vörulið, þ.e. jafnvægisverði. Tilboð eru samþykkt frá hæsta boði til þess lægsta innan þess magns tollkvóta sem í boði er. Samtals bárust 13 tilboð í tollkvótann.
Magni tollkvóta sem auglýst var til umsóknar var úthlutað að fullu, nema fyrir smjör, kinda- og geitakjöt. Samanlagt var 547,5 tonna tollkvóta úthlutað og var meðalútboðsgjald 354 kr./kg.

 

Vörulýsing

Tollkvóta úthlutað (kg)

Fjöldi samþ. tilboða

Jafnvægisverð (kr./kg)

Nautgripakjöt

95.000

6

500

Svínakjöt

64.000

4

0

Kinda- eða geitakjöt

35.000

3

1

Kjöt af alifuglum

59.000

2

301

Smjör og önnur fita

13.500

3

1

Ostur og ystingur

119.000

3

551

Fuglsegg

76.000

2

61

Unnar kjötvörur

86.000

4

681

 

Nánari upplýsingar um niðurstöður útboðsins má finna hér.

Niðurstöður úthlutunar á EFTA tollkvótum

Þriðjudaginn 21. maí síðastliðinn rann út tilboðsfrestur í EFTA tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá Noregi og Sviss á grundvelli stofnsáttmála EFTA ríkjanna, með vísan til reglugerðar nr. 484/2024 fyrir tímabilið 1. júlí 2024 til 30. júní 2025. Útboðsgjald tollkvóta ræðst af lægsta samþykkta tilboði í hverjum vörulið, þ.e. jafnvægisverði. Tilboð eru samþykkt frá hæsta boði til þess lægsta innan þess magns tollkvóta sem í boði er. Samtals bárust fimm tilboð í tollkvótann.

Magni tollkvóta sem auglýst var til umsóknar var úthlutað að fullu. Samanlagt var 25 tonna tollkvóta úthlutað og var meðalútboðsgjald 36 kr./kg.

 

Vörulýsing

Tollkvóta úthlutað (kg)

Fjöldi samþ. tilboða

Jafnvægisverð (kr./kg)

Nautgripakjöt

10.000

1

1

Ostur og ystingur

15.000

2

59

 

Nánari upplýsingar um niðurstöður útboðsins má finna hér.

Niðurstöður úthlutunar á tollkvótum fyrir blóm

Þriðjudaginn 25. maí síðastliðinn rann út tilboðsfrestur í tollkvóta vegna innflutnings á blómum með vísan til 65. gr. búvörulaga nr. 99/1993 og til reglugerðar um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á blómum, trjám o.fl. nr. 1178/2023 fyrir tímabilið 1. júlí 2024 til 31. desember 2024. Útboðsgjald tollkvóta ræðst af lægsta samþykkta tilboði í hverjum vörulið, þ.e. jafnvægisverði. Tilboð eru samþykkt frá hæsta boði til þess lægsta innan þess magns tollkvóta sem í boði er. Samtals bárust 3 tilboð í tollkvótann.
Magni tollkvóta sem auglýst var til umsóknar var úthlutað að fullu. Samanlagt var 125.250 stk. tollkvóta úthlutað og var meðalútboðsgjald 40 kr./stk.

 

Vörulýsing

Tollkvóta úthlutað (stk.)

Fjöldi samþ. tilboða

Jafnvægisverð (kr./stk.)

Afskorin blóm

118.750

2

39

Tryggðablóm

6.500

1

61

 

Nánari upplýsingar um niðurstöður útboðsins má finna hér.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics