Hoppa yfir valmynd

Forsætisráðherra flutti ávarp á ráðstefnu UNESCO

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti myndbandsávarp í dag við opnun ráðstefnunnar Internet for Trust. Ráðstefnan er á vegum Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, sem fer fram í París dagana 21.-23. febrúar.

Ráðstefnan, sem er sú fyrsta sinnar tegundar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, fjallar um hvernig unnt sé að móta regluverk utan um samfélagsmiðla þar sem tekist er á við hatursorðræðu, upplýsingaóreiðu, samsæriskenningar og annað meiðandi efni en um leið standa vörð um tjáningarfrelsi og önnur mannréttindi. Til grundvallar umræðum á ráðstefnunni eru einnig drög að viðmiðunarreglum sem unnar hafa verið í samráði við ólíka hópa haghafa um hvernig best sé að móta regluverk utan um samfélagsmiðla, sem stefnt er að vinna áfram og klára um mitt árið.

Forsætisráðherra fjallaði í ávarpi sínu um áhrif stafrænna miðla á samtímasamfélög og mikilvægi þess að vera vakandi fyrir mögulegum afleiðingum upplýsingabyltinga, bæði jákvæðum og neikvæðum, með sérstöku tilliti til mannréttinda- og tjáningarfrelsis.

Auk forsætisráðherra fluttu Luiz Inácio Lula da Silva, forseti Brasilíu, Audrey Azoulay, framkvæmdastýra UNESCO, og Maria Ressa, friðarverðlaunahafi Nóbels 2021, ávörp á ráðstefnunni.

Ávarp forsætisráðherra

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics