Hoppa yfir valmynd

Fundur um framgang aðgerðaáætlunar um matvælaöryggi o.fl.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, boðaði í dag til fundar til að upplýsa helstu hagsmunaaðila um framgang aðgerðaáætlunar í 17 liðum um að efla matvælaöryggi, tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu. Í kynningunni ráðuneytisins kom fram að vinna við framgang aðgerðaáætlunar gangi vel og sé í forgangi í ráðuneytinu. Þannig sé stórum hluta aðgerða þegar lokið en þar ber helst að nefna eftirfarandi:

Að lokinni kynningu tóku við umræður.

Aðgerðaáætlunin er unnin í samræmi við aðgerðaáætlun í 17 liðum um að efla matvælaöryggi, tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu. Áætlunin var lögð fram af Kristjáni Þór og var hún samþykkt sem þingsályktun hinn 19. júní sl. Unnið hefur verið að mótun og framgangi þeirra aðgerða í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu frá því í desember 2017 og er sú vinna í forgangi í ráðuneytinu.

  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 1

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics