Hoppa yfir valmynd

Tillögur um Barnamenningarsjóð Íslands og nýtt hafrannsóknarskip samþykktar á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum

Tillögur formanna stjórnmálaflokka, annars vegar um stofnun Barnamenningarsjóðs Íslands sem ætlað er að tryggja þátttöku allra barna í sköpun og menningu og hins vegar um að efla haf- og fiskirannsóknir með smíði nýs hafrannsóknaskips, voru samþykktar á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í dag, miðvikudaginn 18. júlí 2018.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra:

„Það er við hæfi á fullveldisafmælinu að strengja heit inn í framtíðina og ég tel að báðar þessar tillögur geri það. Með Barnamenningarsjóðnum erum við að hlúa að framtíðinni, börnunum okkar. Með nýju hafrannsóknarskipi erum við að tryggja öflugar rannsóknir til að við getum spornað við loftslagsbreytingum af manna völdum, unnið gegn súrnun sjávar og mengun og fylgst með fiskistofnunum í kringum landið okkar.”


Tags

Heimsmarkmið Sþ: 3 Heilsa og vellíðan

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið Sþ: 3 Heilsa og vellíðan

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics