Hoppa yfir valmynd

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra heldur opinn fyrirlestur í Kaupmannahafnarháskóla

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra mun halda opinn fyrirlestur undir heitinu Þjóðerni okkar er tungumál okkar: íslenska, í Kaupmannahafnarháskóla þann 17. September kl 13:00.

Fyrirlesturinn verður á Søndre Campus íherbergi:15A.1.13.

Íslensk tunga er undirstaða íslenskrar menningar. Íslenskt samfélag er með því minnsta í heiminum og staða íslenskrar tungu í stafrænum heimi er raunverulegt áhyggjuefni. Á tímum hraðrar alþjóðavæðingar og tæknibyltinga er mikilvægt að styrkja stöðu þjóðarsálarinnar.

Eitt mikilvægasta verkefnið er að vekja athygli almennings á mikilvægi, fjölbreytni, gildi og sérstöðu íslenskrar tungu. Notkunin og þar með þróunin á tungumálinu á sér stað í daglegum samskiptum okkar. Og við getum öll valið að kappkosta og forgangsraða í þágu íslenskunnar.

Vitundarherferð undir slagorðinu Áfram íslenska, minnir á að við berum öll ábyrgð á framtíð tungumálsins. Og að íslenskan er lifandi samskiptatæki og okkar augljósa tungumál. Jákvæð afstaða til tungumálsins og aukin vitund verður nauðsynleg til að tryggja áframhaldandi notkun tungumálsins á öllum sviðum samfélagsins.

Fyrirlesturinn er á ensku.

Allir velkomnir.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics