Bréf Mannréttindadómstóls Evrópu til íslenskra stjórnvalda
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sent íslenskum stjórnvöldum bréf þar sem tilkynnt er um kæru sem dómstólnum hefur borist vegna hæstaréttardóms í máli nr. 10/2018 sem féll í maí síðastliðnum. Jafnframt er óskað eftir afstöðu íslenskra stjórnvalda til efnis kærunnar og þess hvort málinu beri að vísa frá áður en það er tekið til efnismeðferðar.