Hoppa yfir valmynd

Drög að myndlistarstefnu í opið samráð

Drög að myndlistarstefnu eru nú til umsagnar í Samráðsgátt stjórnvalda en með henni er vörðuð metnaðarfull braut til næsta áratugar. Drögin eru afrakstur vinnu verkefnahóps sem Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fól að móta heildstæða stefnu um málefni myndlistar á Íslandi til ársins 2030. Í hópnum voru fulltrúar stjórnvalda, myndlistarlífs, stofnana- og stuðningskerfis, félagasamtaka og atvinnulífs en formaður hópsins var Dorothée Maria Kirch.

Í aðgerðaáætlun sem fylgir stefnunni er miðað að því að treysta stoðir og tækifæri greinarinnar með ýmsum hætti.

Umsagnarfrestur við drögin er til 5. október nk. Sjá nánar í Samráðsgátt

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics