Hoppa yfir valmynd

Kynningarfundur um Matvælasjóð

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, boðar til opins fundar um Matvælasjóð, miðvikudaginn 2. september kl 09:00.

Í kjölfarið mun nýstofnaður Matvælasjóður byrja að taka við umsóknum og Gréta María Grétarsdóttir, formaður stjórnar, mun halda kynningu um sjóðinn.

Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum.

Áhersla sjóðsins er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu um land allt. Markmið Matvælasjóðs er að ná til verkefna á öllum stigum, allt frá hugmyndum til markaðssetningar og hagnýtra rannsókna.

Vegna fjöldatakmarkanna verður fundinum streymt á vef Stjórnarráðsins www.stjornarradid.is

Nánari upplýsingar á www.matvælasjóður.is

 

Tags

2. Ekkert hungur
9. Nýsköpun og uppbygging
14. Líf í vatni
15. Líf á landi
17. Samvinna um markmiðin

Heimsmarkmiðin

2. Ekkert hungur

9. Nýsköpun og uppbygging

14. Líf í vatni

15. Líf á landi

17. Samvinna um markmiðin

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics