Hoppa yfir valmynd

Framkvæmd og þróun samræmdra könnunarprófa

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur á grundvelli 12. gr. reglugerðar um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra könnunarprófa í grunnskólum, nr. 173/2017 skipað sérfræðingahóp sem skal fylgjast með framkvæmd og þróun prófanna hjá Menntamálastofnun, fjalla um álitamál vegna framkvæmdar, innihalds og niðurstaðna samræmdra könnunarprófa og koma á framfæri ábendingum um nauðsynlegar umbætur til stofnunarinnar.

Í hópnum eiga sæti eftirtaldir aðilar: Amalía Björnsdóttir prófessour á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, formaður, Ingileif Ástvaldsdóttir varaformaður Skólastjórafélags Íslands og Vigfús Hallgrímsson þróunarfulltrúi grunnskóla á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar. Varamenn eru Meyvant Þórólfsson dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, Rósa Ingvarsdóttir formaður Kennarafélags Reykjavíkur og Svandís Ingimundardóttir skólamálafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga. 
 

Tags

Heimsmarkmið - mynd

Heimsmarkmiðin

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics