Hoppa yfir valmynd

Stórtónleikar Amiinu í París

Sendiráðið í París minntist nýverið 100 ára afmælis fullveldis og framfara á Íslandi með stórtónleikum hljómsveitarinnar Amiinu.

Hljómsveitin flutti við þetta tækifæri tónverk sitt við þöglu spennumyndina Juve contre Fantomas frá árinu 1913 eftir franska kvikmyndaleikstjórann Louis Feuillade. Tónleikarnir fóru fram í tónleikasal rúmenska sendiráðsins í París en það er til húsa í Hôtel de Béhague höllinni sem talin er meðal fegurstu menningarminja Parísar.

Fjölmenni sótti tónleikana og gæddi sér að þeim loknum á dýrindis íslenskum sjávarréttum í boði Blumaris og Norrpro.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Við upphaf tónleikanna minntust sendiherrar Íslands og Rúmeníu þess að bæði löndin fagna 100 ára tímamótum 1. desember. Þann dag fagna Rúmenar sameiningu héraðanna sem landið mynda og Íslendingar fullveldi.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics