Ákall OECD til aðgerða gegn ofbeldi í nánum samböndum
Ísland tók í morgun undir ákall OECD til aðgerða vegna ofbeldis í nánum samböndum. Ákallið er afurð ráðstefnu sem stofnunin stendur fyrir um aðgerðir til þess að binda endi á heimilisofbeldi.
Kristján Andri Stefánsson, fastafulltrúi Íslands gagnvart OECD, tilkynnti um stuðning Íslands við ákallið en hann er annar tveggja formanna sérstaks vinnuhóps fastafulltrúa gagnvart OECD um jafnréttismál (Friends of Gender+).
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sótti ráðstefnuna og tók þátt í pallborði um aðgang að réttlæti fyrir þolendur, þar sem hún benti sérstaklega á nauðsyn þess að lögregla hlyti þverfaglega þjálfun til þess að takast á við þessi erfiðu mál.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tók þátt í pallborðsumræðum á ráðstefnu OECD í vikunni