Hoppa yfir valmynd

Kristján Þór skipar áhættumatsnefnd

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað áhættumatsnefnd vegna matvæla, fóðurs, áburðar og sáðvöru eins og mælt er fyrir um í matvælalögum og lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Hlutverk nefndarinnar er að veita og hafa umsjón með framkvæmd vísindalegs áhættumats á sviði matvæla, fóðurs, áburðar og sáðvöru. Með vísindalegu áhættumati er átt við greiningu á áhættuþáttum á sviði matvæla, fóðurs, áburðar og sáðvöru. Skipan nefndarinnar er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda sem miðar að því að efla matvælaöryggi, tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu.

 

Áhættumatsnefndina skipa

  • Hrönn Ólína Jörundsdóttir formaður, tilnefnd af Matís
  • Jóhannes Sveinbjörnsson, tilnefndur af Landbúnaðarháskóla Íslands
  • Charlotta Oddsdóttir, tilnefnd af Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum
  • Þórhallur Ingi Halldórsson, tilnefndur af Háskóla Íslands, næringarfræðideild
  • Kamilla S. Jósefsdóttir, tilnefnd af Landlæknisembættinu, sóttvarnalækni
  • Rafn Benediktsson, tilnefndur af Háskóla Íslands, heilbrigðisvísindasviði.

Tags

15. Líf á landi

Heimsmarkmiðin

15. Líf á landi

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics