Hoppa yfir valmynd

Stjórnsýslubygging og grunnskóli afhent í Buikwe héraði

Nýja stjórnsýslubyggingin í Buikwe. - mynd

Í liðinni viku afhenti íslenska sendiráðið í Kampala héraðsstjórn Buikwe tvær byggingar sem reistar hafa verið fyrir íslenskt þróunarfé í héraðinu. Annars vegar er um að ræða grunnskóla fyrir átta hundruð nemendur og hins vegar stjórnsýslubyggingu fyrir velferðar- og jafnréttismál. Buikwe er annað tveggja héraða í Úganda sem Ísland styður í byggðaþróun sem felur í sér uppbyggingu á grunnþjónustu við íbúa og stuðning við stjórnsýslu héraðanna.

Framkvæmdir við stjórnsýsluhúsnæði fyrir deild velferðar- og jafnréttismála hafa staðið yfir frá því í nóvember á síðasta ári. Byggingin kallast „Gender Building Block“ en húsnæðið er hluti af undirbúningi verkþáttar fyrir efnahagslega valdeflingu kvenna og ungmenna. Það á að þjóna öllum 445 þúsundum íbúum héraðsins, ekki síst þeim  sem hafa orðið fyrir kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi. Í báðum samstarfshéruðunum hafa farið fram stöðugreingar á slíku ofbeldi og skýrslur með tillögum um úrbætur liggja fyrir. Í nýju byggingunni er skrifstofurými fyrir rúmlega tuttugu starfsmenn.

Einnig fór fram afhending á St. Peter´s Senyi grunnskólanum en sá skóli mun þjóna um átta hundruð nemendum. Þá eru framkvæmdir hafnar við Kirugu grunnskólann í Buikwe, sem einnig mun þjóna um átta hundruað nemendum. Kirugu grunnskólinn er einn af fimm framkvæmdaverkefnum sem eru í gangi á þessu ári í Buikwe með stuðningi Íslands. Hin fjögur verkefnin eru á sviði vatnsmála.

  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 1

Tags

5. Jafnrétti kynjanna
4. Menntun fyrir öll
3. Heilsa og vellíðan

Heimsmarkmiðin

5. Jafnrétti kynjanna

4. Menntun fyrir öll

3. Heilsa og vellíðan

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics