Hoppa yfir valmynd

Almennir jarðræktarstyrkir, landgreiðslur og tjónabætur vegna ágangs álfta og gæsa greiddar

Matvælaráðuneytið greiddi skömmu fyrir áramót jarðræktarstyrki, landgreiðslur og tjónabætur vegna tjóns af völdum álfta og gæsa á ræktunarlandi bænda vegna ársins 2023 í samræmi við reglugerð um almennan stuðning við landbúnað nr. 430/2021, með síðari breytingum. Styrkir vegna jarðræktar nema alls 437.292.516 kr. og 434.527.372 kr. vegna landgreiðslna, alls 871.819.888 kr.

Landgreiðslur voru veittar vegna 76.839,5 hektara (ha). Einingarverð landgreiðslna er 5,655 kr. /ha. Framlög vegna landgreiðslna taka mið af heildarfjölda hektara (ha.) sem sótt er um og deilast jafnt út á þá ha. sem sótt er um stuðning fyrir. Jarðræktarstyrkir voru veittir vegna 10.491,3 ha, en 10.021,6 ha lágu til grundvallar útreiknings að teknu tilliti til skerðingarreglna. Einingarverð jarðræktarstuðnings var á árinu 43.635 kr./ha.

Fyrirframgreiðsla vegna kornræktar sem greidd var 15. júní 2023, kom til frádráttar greiðslunni og nam frádrátturinn 25% af einingaverði jarðræktarstyrks á árinu 2022. Sérstakt álag vegna ágangs álfta og gæsa reiknaðist 83.9 ha hjá 12 framleiðendum.

Útreikningar um landstærðir og ræktun byggjast á upplýsingum úr jarðræktarskýrsluhaldi á vefsíðunni Jörð.is. Umsækjendur hafa fengið rafrænt bréf með upplýsingum um úthlutun jarðræktar- og landgreiðslustyrkja, sem finna má inn í jarðabók Afurðar sem og á Ísland.is.


Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics