Hoppa yfir valmynd

Samið um þátttöku EFTA-ríkjanna í samstarfsáætlunum ESB

Tilkynnt hefur verið um áframhaldandi aðild EFTA-ríkjanna að samstarfsáætlunum Evrópusambandsins, árin 2021-2027.

Samstarfsáætlununum er meðal annars ætlað að styrkja rannsóknir og nýsköpun, veita fólki á öllum aldri færi á að stunda nám í öðru Evrópulandi og ýta undir samskipti á milli fyrirtækja, stofnana og einstaklinga í Evrópu.

Ísland hefur ásamt EES/EFTA-ríkjunum, Liechtenstein og Noregi, tekið þátt í samstarfsáætlunum Evrópusambandsins allt frá upphafi EES-samstarfsins árið 1994 og er þátttakan í þessum hluta EES-samstarfsins endurnýjuð með reglubundnum hætti.

Íslenskir aðilar hafa átt góðu gengi að fagna í öllum áætlunum en aðgangur að öflugu samstarfi á sviðum mennta, menningar, vísinda og nýsköpunar skiptir miklu máli fyrir íslenskt samfélag og hefur ómæld jákvæð áhrif þegar til lengri tíma er litið. Reynslan sýnir aðávinningur af þátttöku í þeim er langtum meiri en sá kostnaður sem af því hlýst.

Rannís sinnir umsýslu með helstu áætlunum sem Ísland tekur þátt í, þær eru rannsóknar- og nýsköpunaráætlunin Horizon Europe, mennta- og æskulýðsáætlunin Erasmus+ og menningaráætlunin Creative Europe.

Nánar má fræðast um þátttöku Íslands í samstarfsáætlunum á vef EES-upplýsingaveitunnar.

Tags

17. Samvinna um markmiðin
9. Nýsköpun og uppbygging
4. Menntun fyrir öll

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

9. Nýsköpun og uppbygging

4. Menntun fyrir öll

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics