Hoppa yfir valmynd

Tvíhliða samráð Íslands og Bretlands

Í gær fór fram í London reglubundið tvíhliða samráð íslenskra og breskra
stjórnvalda um alþjóða- og öryggismál. Meðal þess sem rætt var voru málefni
norðurslóða, sér í lagi formennska Íslands í Norðurskautsráðinu,
netöryggi, loftslagsmál og mannréttindi og hvernig megi enn frekar styrkja
gott samstarf ríkjanna. Þá bar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu
á góma en víðtækt samráð og undirbúningsvinna þar að lútandi er í
föstum skorðum.

Bretland er meðal nánustu samstarfsþjóða Íslands og er ríkur vilji beggja
ríkja að tryggja áframhaldandi góð samskipti eftir Brexit. 

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics