Hoppa yfir valmynd

Umsóknir vegna geitfjárræktar

Íslenskur geithafur. - myndDL

Auglýst er eftir umsóknum vegna álags á fiðu og framleiðslu geitamjólkur.

Álag á fiðu

Samkvæmt 24. gr. reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað nr. 430/2021 er greitt álag á fiðu sem unnin er af vottunaraðila sem ráðuneytið staðfestir. Gögnum er skilað til ráðuneytisins um magn unninnar fiðu einstakra framleiðenda eigi síðar en 15. nóvember 2023.

Álag á framleiðslu geitamjólkur

Samkvæmt 25. gr. reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað nr. 430/2021 er greitt álag á framleiðslu geitamjólkur fyrir þá lítra mjólkur sem eru innvigtaðir af aðilum sem hafa leyfi til mjólkurvinnslu. Sá aðili skal skila gögnum til ráðuneytisins um magn innvigtaðrar mjólkur einstakra framleiðenda eigi síðar en 15. nóvember 2023.
Gögnum er skilað í tölvupósti í gegnum netfangið [email protected].

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics