Viðbótarframlag til mannúðarmála í Líbanon
Á mánudag meðflutti Ísland ályktun um Líbanon á vettvangi UNESCO. Um 1,5 milljón börn og ungmenni hafa misst aðgengi að menntun og var stofnuninni falið að koma á fót neyðaráætlun til að bregðast við því auk þess að vernda menningar- og náttúruminjar og starfsemi fjölmiðlafólks.
Í gær tilkynnti Ísland um 100 milljóna kr. viðbótarframlag til mannúðarmála í Líbanon á stórri fjáröflunarráðstefnu í París þar sem tókst að safna alls einum milljarði Bandaríkjdala fyrir Líbanon. Um fjórðungur þjóðarinnar er á vergangi, fjöldi látinna og særðra er nú talinn í þúsundum frá því árásir Ísraela gegn Hezbollah hófust í byrjun mánaðarins og skemmdir á innviðum eru gríðarlegar.