Hoppa yfir valmynd

Raddir í loftinu í París

Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzó-sópran og Edda Erlendsdóttir píanóleikari héldu fallega og fjölbreytta tónleika í sendiherrabústaðnum í París þann 10. október sl.  

Efnisskráin bar yfirskriftina Raddir í Loftinu sem er einnig titill ljóðaflokks eftir Sigurð Pálsson, en tónskáldið John Speight samdi söngflokk við valin ljóð úr þessum flokki sérstaklega fyrir Sigríði Ósk. Þá fluttu þær einnig sönglög frá Íslandi, Spáni, Feneyjum og Frakklandi ásamt hebreskum seiðandi söngvum eftir tónskáldin Hahn, Ravel og Rauter.

Viðburðurinn var vel sóttur og voru gestirnir úr ýmsum áttum menningargeirans, þ.á.m. tónlistarmenn, umboðsmenn og blaðamenn.

 

 

 

 

 

Davíð Samúelsson, Edda Erlendsdóttir, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir og Kristján Andri Stefánsson

 

 

 

 

 

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics