Hoppa yfir valmynd

Málþing um vistkerfisnálgun haldið 21. september

Matvælaráðuneytið og Biodice munu standa fyrir málþingi um vistkerfisnálgun við nýtingu auðlinda 21. september nk. á Hilton Nordica frá kl. 9 til 12.30

Markmið málþingsins er að vekja athygli á hugtakinu vistkerfisnálgun, og hlutverki þess í stefnumörkun matvælaráðuneytisins. Efni málþingsins mun nýtast í aðgerðaáætlunum ráðuneytisins.

Í samningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni til 2030 eru skilgreind fjögur meginmarkmið til ársins 2050 og 23 markmið til ársins 2030. Til að ná þessum markmiðum er gert ráð fyrir að stefnan verði innleidd hjá aðildarríkjum samningsins með vistkerfisnálgun.

Biodice er samstarfsvettvangur einstaklinga, stofnana og fyrirtækja sem hefur að markmiði að efla þekkingu og skilning á líffræðilegri fjölbreytni á Íslandi. Innan Biodice er sameinuð mikil sérfræðiþekking sem getur nýst til að ramma betur inn hvernig megi móta og fylgja eftir þeirri framtíðarsýn og áherslum sem sett hafa verið fram í stefnumörkun stjórnvalda um líffræðilega fjölbreytni.

Á málþinginu verður vistkerfisnálgun sett í samhengi við auðlindanýtingu og verndun líffræðilegrar fjölbreytni. Lagt verður mat á stöðuna á Íslandi gagnvart innleiðingu vistkerfisnálgunar við auðlindanýtingu lands og sjávar. Sérfræðingar stofnana, hagsmunasamtök og framleiðendur munu fara yfir hvaða lausnir hafa reynst vel og hvernig má vinna að vistkerfisnálgun við nýtingu

Málþingið er öllum opið og verður aðgengilegt í streymi.

Tags

12. Ábyrð neysla og framleiðsla
13. Aðgerðir í loftslagsmálum
17. Samvinna um markmiðin
15. Líf á landi
14. Líf í vatni
11. Sjálfbærar borgir og samfélög

Heimsmarkmiðin

12. Ábyrð neysla og framleiðsla

13. Aðgerðir í loftslagsmálum

17. Samvinna um markmiðin

15. Líf á landi

14. Líf í vatni

11. Sjálfbærar borgir og samfélög

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics