Hoppa yfir valmynd

Menningarsamstarf Íslands og Indlands

Í tilefni af opinberri heimsókn forseta Indlands, Ram Nath Kovind og eiginkonu hans Savita Kovind, undirrituðu Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Anumula Gitesh Sarma skrifstofustjóri Evrópumála í utanríkisráðuneyti Indlands nýjan menningarsamning landanna í dag. Í samningnum lýsa stjórnvöld landanna yfir vilja sínum til þess að efla samskipti landanna á menningarsviðinu, meðal annars með því að hvetja til skiptiheimsókna lista- og fræðimanna og styðja við uppsetningar sýninga, þýðingar og rekstur menningarhátíða.

Samstarf Íslands og Indlands á sviði menningar-, mennta- og vísindamála hefur aukist jafn og þétt undanfarin ár og kom fram í máli mennta- og menningarmálaráðherra að vilji er til að efla það:

„Það er dýrmætt fyrir okkur að eiga í samskiptum við ríki á borð við Indland sem býr að svo ríkulegri og fjölbreyttri menningu og sögu. Við horfum einnig til þess að efla samskipti ríkjanna á sviði menntamála – til dæmis með nemendaskiptum. Með tilkomu sendiráða ríkjanna, bæði hér heima og íslenska sendiráðsins Nýju-Delí hefur samstarfsflötum okkar fjölgað og sendiráðin hafa staðið að árangursríkum verkefnum. Með þessu samkomulagi landanna á sviði menningarmála munum við byggja á því góða starfi og efla samskiptin frekar,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics