Hoppa yfir valmynd

Stuðningur aukinn við kornrækt

Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir aukningu upp á 198 milljónir króna til stuðnings innlendrar framleiðslu á korni til fóðurs og manneldis. Áætlað er að verja um tveimur milljörðum króna til verkefnisins á næstu fimm árum.

Fjármagnið á næsta ári mun skiptast milli fjárfestingarverkefna til uppbyggingar innviða og kynbótastarfs. . Samkvæmt gildandi fjármálaáætlun  er gert er ráð fyrir að á komandi árum fari framlagið til verkefnisins stighækkandi og þá bætist við beinn stuðningur við kornframleiðslu. 

Kynbótastarf og rannsóknir eru lykilatriði til að efla kornrækt á Íslandi, sérstaklega til að auka gæði og framleiðslu á byggi, hveiti og höfrum. Nauðsynlegt er að styðja við uppbyggingu þurrkstöðva, geymslna og fjárfestingar í tækjabúnaði á hagkvæmustu kornræktarsvæðum.

Þetta er í samræmi við þær áherslur sem fram koma í aðgerðaáætluninni Bleikir akrar sem Landbúnaðarháskóli Íslands vann um aukna kornrækt að beiðni Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra.

„Efling innlendrar kornræktar er forsenda fyrir sjálfbærni og fæðuöryggi Íslands“ sagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. „Á næsta ári hefjumst við handa við að byggja upp innviði í kornrækt eftir metnaðarfulla stefnumótun sem ég setti af stað á síðasta ári“. 

Tags

12. Ábyrð neysla og framleiðsla
17. Samvinna um markmiðin
15. Líf á landi
13. Aðgerðir í loftslagsmálum
2. Ekkert hungur
9. Nýsköpun og uppbygging
8. Góð atvinna og hagvöxtur

Heimsmarkmiðin

12. Ábyrð neysla og framleiðsla

17. Samvinna um markmiðin

15. Líf á landi

13. Aðgerðir í loftslagsmálum

2. Ekkert hungur

9. Nýsköpun og uppbygging

8. Góð atvinna og hagvöxtur

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics