Hoppa yfir valmynd

Opnir kynningarfundir um Menntasjóð námsmanna

Haldnir verða opnir kynningarfundir um nýtt stuðningskerfi fyrir námsmenn í vikunni. Frumvarp um Menntasjóð námsmanna, sem mennta- og menningarmálaráðherra mælti nýlega fyrir á Alþingi, felur í sér grundvallarbreytingu á fyrirkomulagi námsstuðnings hér á landi. Í því felst meðal annars að lánþegar fá 30% niðurfærslu af höfuðstól námsláns ef þeir ljúka námi innan ákveðins tíma og námsmenn með börn á framfæri beinan stuðning í stað lána áður.

Fundirnir verða sem hér segir:
Í Stúdentakjallaranum, þriðjudagskvöldið 19. nóvember kl. 20
Í Háskólanum á Akureyri, föstudaginn 22. nóvember kl. 15.
Kynningarfundir er einnig fyrirhugaður í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og Háskólanum á Bifröst (tímasetningar auglýstar síðar).

Fundirnir eru skipulagðir í samstarfi við Landssamtök íslenskra stúdenta og nemendafélög háskólanna.

Tags

4. Menntun fyrir öll

Heimsmarkmiðin

4. Menntun fyrir öll

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics