Hoppa yfir valmynd

Þingfundur ungmenna 17. júní

Þingfundur ungmenna 17. júní 2019 - mynd

Í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins verður haldinn þingfundur ungmenna á aldrinum 13‒16 ára, 17. júní nk. Opnað hefur verið fyrir umsóknir til þátttöku í þingfundinum hér á vef Stjórnarráðsins, www.stjornarradid.is/ungthing.

Markmiðið með fundinum er að gefa ungu fólki kost á að kynna sér störf Alþingis og tækifæri til að koma málefnum sínum á framfæri við ráðamenn þjóðarinnar.

Þingfundurinn verður í beinni útsendingu á RÚV og vef Alþingis og einnig er samstarf við UngRÚV um upptökur og frekari kynningu.

Gert er ráð fyrir að 70 ungmenni hvaðanæva af landinu taki þátt í fundinum, hluti þeirra er tilnefndur af ýmsum ungmennaráðum og um helmingur verður valinn úr hópi umsækjenda.

Umsóknarfrestur er til 20. maí nk.

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublað

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics