Utankjörfundaratkvæðagreiðsla utan opnunartíma sendiráðsins
Opið verður fyrir kosningu utan kjörfundar vegna alþingiskosninga 25. september 2021 mánudaginn 13. sept. til kl. 19:30 og laugardaginn 18. sept. kl. 10:00-14:00. Tímapantanir fara fram í s: 020 7259 3999 eða með tölvupósti á [email protected]. Áfram verður hægt að kjósa á opnunartíma sendiráðsins og hjá ræðismönnum Íslands í Bretlandi samkvæmt samkomulagi.
Gert er ráð fyrir að kjósendur kynni sér sjálfir hverjir eru í framboði og hvaða listabókstafir eru notaðir. Hagnýtar upplýsingar um kosningarnar verður að finna á vefsetrinu: www.kosning.is.
Athygli kjósenda er ennfremur vakin á því að þeim ber sjálfum að póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi. Vegna heimsfaraldursins er brýnt að gera slíkar ráðstafanir tímanlega.