Hoppa yfir valmynd

Unnur Orradóttir Ramette nýr fastafulltrúi Íslands gagnvart OECD

Í dag afhenti Unnur Orradóttir Ramette, Angel Gurría, framkvæmdastjóra Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), fulltrúabréf sem sendiherra og fastafulltrúi Íslands gagnvart stofnuninni, en hún tekur við hlutverkinu af Kristjáni Andra Stefánssyni sendiherra sem tók við stjórn sendiskrifstofu Íslands í Brussel 1. júlí sl. Til umræðu voru áherslumál Íslands hjá stofnuninni og helstu mál á dagskrá hennar, m.a. áhrif covid-19 á ferðaþjónustu og grænar áherslur Íslands í endurreisn hagkerfisins, nýsköpun, velferðarsamfélagið, þróunarsamvinna, menntun, jafnrétti og utanríkisviðskipti.

37 ríki eru aðilar að OECD en stofnunin styður við stefnumörkun aðildarþjóða á fjölbreyttum sviðum með samræmdum hætti til að stuðla að almennri efnahagsþróun. Hátt í 200 sérfræðingar íslenskrar stjórnsýslu taka virkan þátt í starfi stofnunarinnar á hverju ári og ráðherrar frá aðildarríkjum bera reglulega saman bækur sínar.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics