Hoppa yfir valmynd

Farsæld byggð á hugviti og sköpunarkrafti

Lilja Dögg ávarpaði fundinn í morgun - mynd

Lilja Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, ávarpaði ráðherrafund Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) um hlutverk og mikilvægi menningarstefna í dag.

„Á þessum tímum hefur mikilvægi þess að stuðla að seiglu og krafti menningarlífs og skapandi greina orðið æ ljósara. Áhrif heimsfaraldursins hafa afhjúpað bæði styrk- og veikleika kerfanna okkar og samspil þeirra. Íslensk stjórnvöld eru meðvituð um mikilvægi þess að fjárfesta í menningu og skapandi greinum, ekki síst nú þegar við vinnum okkur út úr eftirköstum heimsfaraldurs. Fjárfesting í menningu og skapandi greinum er fjárfesting í fólki; hugviti, mannauði og sköpunarkrafti og með henni stuðlum við að farsæld og sjálfbærni til framtíðar,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra.

Fundurinn er liður í undirbúningi fyrir ráðstefnu UNESCO um samhengi menningarstefna og sjálfbærrar þróunar sem fara mun fram í Mexíkó á næsta ári.

Meðal aðgerða stjórnvalda til að efla skapandi greinar er samkomulag um markvissa kynningu á íslenskri menningu og list á erlendum vettvangi og nýtt Rannsóknasetur skapandi greina sem stafrækt verður við Háskólann á Bifröst. Þá er unnið eftir aðgerðaáætluninni Menningarsókn, sem byggir á gildandi menningarstefnu.

Tags

9. Nýsköpun og uppbygging
4. Menntun fyrir öll
17. Samvinna um markmiðin

Heimsmarkmiðin

9. Nýsköpun og uppbygging

4. Menntun fyrir öll

17. Samvinna um markmiðin

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics