Dúó Stemma í París
Dúó Stemma samanstendur af Herdísi Önnu Jónsdóttur, víóluleikara, og Steef van Oosterhout, slagverksleikara, hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þau spiluðu og sköpuðu hin mögnuðu náttúruhljóð sem verða til á Íslandi, léku og sungu íslensk þjóðlög, fóru með þulur og sögðu hljóðsögu um vináttuna með hjálp alls kyns hljóðfæra og hljóðgjafa, m.a. víólu trommum, sandpappír og hrossakjálka.
Óhætt er að segja að dúettinn hafi slegið í gegn hjá börnunum og fjölskyldum þeirra.
Verkefnið fékk styrk frá Barnamenningarsjóði Íslands.