Hoppa yfir valmynd

Rúnar Leifsson settur í embætti forstöðumanns Minjastofnunar

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur sett dr. Rúnar Leifsson tímabundið í embætti forstöðumanns Minjastofnunar Íslands, eða til eins árs.

Rúnari hefur verið veitt tímabundið leyfi frá menningar- og viðskiptaráðuneyti þar sem hann starfar sem sérfræðingur á skrifstofu menningar- og fjölmiðla. Rúnar er með doktorspróf í fornleifafræði frá Háskóla Íslands og hefur starfað við opinbera stjórnsýslu undanfarin ár, bæði hjá Minjastofnun Íslands og í Stjórnarráðinu.

Rúnar tekur við embættinu 1. maí nk. þegar Kristín Huld Sigurðardóttur, núverandi forstöðumaður Minjastofnunar lætur af störfum.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics