Hoppa yfir valmynd

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í sendiráðinu og hjá kjörræðismönnum

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í sendiráðinu og hjá kjörræðismönnum - myndHaraldur Jónasson / Hari

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 25. september 2021 er hafin, og fer fram í sendiráðinu í Kaupmannahöfn og hjá kjörræðismönnum Íslands í Danmörku. Í ljósi heimsfaraldurs biðlum við til kjósenda að bóka tíma í gegn um bókunarkerfi sendiráðsins hér. 

Boðið verður upp á opnunartíma utan hefðbundins skrifstofutíma í september: 
Fimmtudaginn 9. september kl. 16-18
Laugardaginn 11. september kl. 11-15
Þriðjudaginn 14. september kl. 16-18

Kjósendur sem að hyggjast greiða atkvæði hjá kjörræðismönnum er bent á að bóka tíma hjá ræðismönnum. Lista ræðismanna í Danmörku má finna hér.

Gert er ráð fyrir að kjósendur kynni sér sjálfir hverjir eru í framboði og hvaða listabókstafir eru notaðir. Hagnýtar upplýsingar um kosningarnar má finna á vefsetrinu: www.kosning.is.

Athygli kjósenda er ennfremur vakin á því að þeim ber sjálfum að póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi. Vegna heimsfaraldursins er brýnt að gera slíkar ráðstafanir tímanlega.

Ef kjósendur hafa búið erlendis lengur en 8 ár þurfa þeir sjálfir að hafa sótt um að vera teknir inn á kjörskrá í gegn um Þjóðskrá. Fullnægjandi umsókn þyrfti að hafa borist Þjóðskrá Íslands fyrir 1. desember 2020. Sjá nánar hér.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics