Hoppa yfir valmynd

Betri lífsgæði og aukin verðmætasköpun: Hönnunarstefna til kynningar í samráðsgátt

Drög að stefnu í málefnum hönnunar og arkitektúrs er nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda og stendur samráðið til 20. ágúst.

„Framtíðarsýn nýrrar stefnu er að nýta hönnun og arkitektúr markvisst til að auka lífsgæði hér á landi með áherslu á verðmætasköpun og sjálfbærni fyrir samfélagið í heild. Með því að nýta aðferðir hönnunar getum við bætt gæði, heilsu og mannlíf, skapað áhugaverð störf og hraðað verðmætasköpun á ólíkum sviðum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.

Leiðir að meginmarkmiðum stefnunnar um aukin lífsgæði og verðmætasköpun tengjast;
• verðmætasköpun sem byggir á hönnun og arkitektúr
• hagnýtingu hönnunar sem breytingaafls
• menntun framsækinna kynslóða
• sjálfbærri innviðauppbyggingu
• kynningu á íslenskri hönnun og arkitektúr.

Nú er kallað eftir umsögnum og ábendingum um inntak, forgangsröðun og áherslur í stefnunni og fyrri aðgerðaáætlun hennar. Síðan verður unnið úr þeim ábendingum sem berast og að frekara samráði um nánari útfærslur aðgerða.

Stefnudrögin byggja á eldri stefnumótun sem fram fór árin 2011-2013 og stefnu sem í gildi var árin 2014-2018, drögum að nýrri stefnu sem kynnt var árið 2018 og umsögnum sem um þau bárust, niðurstöðum stefnumóts Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs sem fram fór í júní 2021 og umræðum og forgangsröðun rýnihópafundar sem boðað var til í byrjun júní 2022.

Tags

17. Samvinna um markmiðin
11. Sjálfbærar borgir og samfélög
8. Góð atvinna og hagvöxtur
9. Nýsköpun og uppbygging

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

11. Sjálfbærar borgir og samfélög

8. Góð atvinna og hagvöxtur

9. Nýsköpun og uppbygging

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics