Hoppa yfir valmynd

Varúðarráðstöfunum gegn fuglaflensu aflétt

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur fellt úr gildi varúðarráðstöfunum gegn fuglaflensu, að fengnum tillögum Matvælastofnunar. Stofnunin hefur lækkað viðbúnaðarstig þar sem hún metur smithættu núna lága. Það þýðir að leyfilegt er á ný að hleypa alifuglum út úr húsi eða út fyrir yfirbyggð gerði. Leyfilegt er að halda sýningar og aðrar samkomur með fugla. Stofnunin hvetur þó fuglaeigendur til að vera áfram á varðbergi gagnvart fuglaflensu og gæta fyllstu varúðar áður en fuglum er hleypt út.

Mikilvægt er að fuglaeigendur fylgist áfram með heilbrigði fuglanna og tilkynni tafarlaust til Matvælastofnunar um aukin afföll eða grunsamleg veikindi í sínum fuglum. Allar nánari leiðbeiningar má finna á vef Matvælastofnunnar.

Tags

17. Samvinna um markmiðin

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics