Hoppa yfir valmynd

Unnur Orradóttir-Ramette afhendir trúnaðarbréf í Andorra

Unnur Orradóttir-Ramette afhenti í dag Joan-Enric Vives I Sicília, erkibiskupi og co-prins Andorra, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Andorra með aðsetur í París.
Þá átti hún fundi með Mariu Ubach Font utanríkisráðherra, Landry Riba, aðstoðarráðherra Evrópumála, Marc Galabert Macià, aðstoðarráðherra nýsköpunar og fjölþættingar atvinnulífs og Marc Pons, framkvæmdastjóra nýsköpunarmiðstöðvar Andorra.
Andorra (ásamt San Marínó og Mónakó) á í samningaviðræðum við ESB um samstarfssamning sem að nokkru leyti svipar til EES-samningsins og rekur öfluga nýsköpunarstefnu þar sem landið er e.k. tilraunastofa fyrir helstu nýsköpunarfyrirtæki og -miðstöðvar í heiminum. Hvoru tveggja gefur ágætis grundvöll til samstarfs á milli landanna.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics