Hoppa yfir valmynd

Ríkisstjórnin styrkir góðgerðarsamtök

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun að veita samtals fimm milljónir kr. af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar til tíu góðgerðarsamtaka sem starfa hér á landi. Er það í samræmi við þá hefð sem skapast hefur á undanförnum árum að ríkisstjórnin veiti styrki til slíkra samtaka í aðdraganda jóla. 

Um er ræða Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar, Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Mæðrastyrksnefnd Vesturlands, Hjálparstarf kirkjunnar, Samhjálp-félagasamtök, Hjálpræðisherinn á Íslandi, Rauða kross Íslands og Fjölskylduhjálp Íslands.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics