Hoppa yfir valmynd

Fjárfestingastuðningi í kornrækt úthlutað í fyrsta sinn

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur úthlutað fjárfestingastuðningi í kornrækt 2024. Stuðningurinn er veittur til fjárfestinga í kornþurrkun, korngeymslum og tilheyrandi tækjabúnaði og er einn þáttur aðgerðaáætlunar þar sem gert er ráð fyrir að verja um tveimur milljörðum króna til átaks í kornrækt á árunum 2024-2028.

Alls bárust 13 umsóknir og samkvæmt þeim er samanlögð fjárfesting umsækjenda 893 milljónir kr. Til ráðstöfunar voru 144 milljónir króna og var þeim úthlutað á grundvelli forgangsröðunar þar sem m.a. var horft til afkastagetu, nýtingar endurnýjanlegrar orku, eignarhalds bænda og fyrirætlana um þjónustu við aðra bændur. Átta verkefni hlutu stuðning. Þau eru staðsett víða um land og gert ráð fyrir að starfsemi þeirra allra verði hafin fyrir lok ársins 2024.

Samkvæmt ákvæðum reglugerðar um fjárfestingastuðning í kornrækt fá allar umsóknir sem samþykktar voru sama hlutfall af hámarksstuðningi. Hámarkið er 40% af heildarfjárfestingu og þau átta verkefni sem fengu stuðningi fá 46% af því hámarki. Þetta er í samræmi við úthlutun annarra fjárfestingastyrkja í landbúnaði. Þessi verkefni geta sótt um að nýju næstu tvö ár eða þar til hámarkinu er náð. Verkefnum sem ekki fengu styrk núna er jafnframt heimilt að sækja um að nýju á næsta ári.

Fjárfestingastuðningur í kornrækt 2024, úthlutun.

Umsækjandi

Svæði

Samþykktur styrkur kr.

 

 

 

Hermann Ingi (Kornskemman)

Laugaland Eyjafirði

35.322.916

Flateyjarbúið ehf.

Flatey Hornafjörður

36.794.513

Grís og Flesk ehf.

Gunnarsholt Rangárvöllum

9.340.568

Búnaðarsamband S-Þing

Húsavík

14.194.001

Búnaðarfélag Eiðaþinghár

Egilsstaðir

14.954.067

Góður Biti ehf.

Borgarfjörður

11.491.621

Þreskir ehf.

Vallhólmi Skagafirði

13.644.702

Gullkorn Þurrkun ehf.

Laugagerði Snæfellsnes

8.257.612

Samtals

 

144.000.000


Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics