Hoppa yfir valmynd

Heildargreiðslumark fyrir 2021 verður 145 milljónir lítra

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað breytingu á reglugerð um stuðning við nautgriparækt, en þar er kveðið á um að heildargreiðslumark ársins 2021 verði 145 milljón lítrar af mjólk. Þetta er þriðja árið í röð þar sem heildargreiðslumarkið helst óbreytt.

Heildargreiðslumark mjólkur er tiltekið magn mjólkur sem beingreiðslur ríkissjóðs miðast við og er ákveðið fyrir upphaf hvers verðlagsárs. Ákvörðunin byggir á neyslu innlendra mjólkurvara sem farið hafa um afurðarstöðvar landsins undanfarna 12 mánuði og áætlun ráðherra fyrir komandi verðlagsár. Framkvæmdanefnd búvörusamninga hefur fjallað um málið og gerði ekki athugasemdir við tillögu að óbreyttu heildargreiðslumarki.

 

Hér má finna reglugerðina

 

Tags

17. Samvinna um markmiðin
15. Líf á landi

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

15. Líf á landi

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics