Hoppa yfir valmynd

Íslenskir kvikmyndadagar á Norðurbryggju

Í tilefni af aldarafmæli fullveldisins munu Norðurbryggja í Kaupmannahöfn og sendiráð Íslands halda kvikmyndadaga dagana 1. – 8. mars. Í brennidepli verður 100 ára samvinna Íslands og Danmerkur við kvikmyndagerð og verður stiklað á stóru. Sýnd verður m.a. kvikmyndaperla Erik Balling frá árinu 1962, 79 af stöðinni og kvikmyndin Vetrarbræður í leikstjórn Hlyns Pálmasonar sem hefur farið sigurför um kvikmyndahátíðir víðs vegar um heiminn. Leikstjórarnir Friðrik Þór Friðriksson (Bíódagar) og Rúnar Rúnarsson (Þrestir) og Dagur Kári (Voksne mennesker) munu allir eiga samtal við Birgi Thor Møller kvikmyndafræðing sem stýrir hátíðinni og ræða reynslu sína við leikstjórn í báðum löndum.

Hægt er að kynna sér dagskránna á þessari slóð.

www.nordatlantens.dk/filmdage

 

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics