Hoppa yfir valmynd

Þrettán þúsund hafa sótt bókmenntavefviðburð

Sendiskrifstofur Íslands í enskumælandi ríkjum stóðu í síðustu viku fyrir sameiginlegum bókmenntaviðburði, Beyond the Sagas, sem streymt var beint á vef frá fjórum mismunandi stöðum í heiminum. Þrettán þúsund manns um allan heim hafa fylgst með streyminu.

Þar átti Eliza Reid forsetafrú í samtali við tvo íslenska rithöfunda, þær Kristínu Eiríksdóttur og Þóru Hjörleifsdóttur. Þær ræddu m.a. verk sín, bókmenntaflóruna á Íslandi og hvað drífi hana áfram. Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, stýrði umræðum og tók við spurningum, bæði úr sal og utan úr heimi.

Covid-19 faraldurinn hefur vitaskuld haft áhrif á möguleika utanríkisþjónustunnar til að kynna íslenska menningu á erlendri grundu eins og annað. Því var ákveðið að leita nýrra leiða og var þetta tilraunaverkefni að leiða saman sendiskrifstofur ríkja sem starfa á sama málsvæði.

Sendiskrifstofur Íslands í Washington, London, Ottawa, New York og Winnipeg, ásamt Iceland Naturally, Scandinavia House og Nordic Museum í Bandaríkjunum streymdu allar viðburðinum samtímis í gegnum vef og samfélagsmiðla sína.

Nálgast má upptöku af viðburðinum á Facebook og í vefspilara.


Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics