Hoppa yfir valmynd

Samstöðutónleikar Sinfó fyrir Úkraínu

Sinfóníuhljómsveit Íslands mun halda samstöðutónleika með Úkraínu fimmtudaginn 24. mars 2022. 

Tónleikarnir eru samstarfsverkefni ríkisstjórnarinnar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að styðja við verkefnið. 

Ágóði miðasölunnar mun renna til hjálparstarfs í Úkraínu, en fjöldi Úkraínumanna er nú á flótta frá heimalandi sínu og mikil þörf á aðstoð frá alþjóðasamfélaginu. 

„Tónlistin er tungumál sem nær yfir öll landamæri og er eitt áhrifamesta tæki sem við eigum til að sýna stuðning og samstöðu á þessum örlagatímum. Ríkisstjórn Íslands vill leggja sitt af mörkum með Sinfóníuhljómsveit Íslands og þessir tónleikar endurspegla með skýrum hætti velvilja og samstöðu Íslendinga með úkraínsku þjóðinni,” segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.

 

„Ég átti áhrifamikinn fund með Gerard Pokruszyñski, sendiherra Póllands á Íslandi, þar sem þessi hugmynd fæddist. Við ræddum saman um þann fjölda flóttamanna sem kemur daglega frá Úkraínu til Póllands og veltum því fyrir okkur hvernig við gætum sýnt táknrænan stuðning. Sameiningar- og samtakamáttur menningar er mikill og við erum stolt af því hvernig menningarlífið á Íslandi getur sýnt stuðning sinn í verki fyrir þau sem eiga um sárt að binda. Sinfóníuhljómsveit Íslands tók þessari hugmynd vel og setti tónleikana strax á dagskrá. Ég er þakklát öllu því fólki sem leggur verkefninu lið. Auðsýndur hlýhugur ykkar skiptir máli,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. 

 

Ríkissjónvarpið mun sýna beint frá seinni hluta tónleikanna, en þá leikur hljómsveitin meðal annars þjóðsöngva Úkraínu og Íslands. 

 

Tags

17. Samvinna um markmiðin
16. Friður og réttlæti

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

16. Friður og réttlæti

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics