Hoppa yfir valmynd

Fjölmennt á opnum kynningarfundi á nýrri skýrslu um eflingu kornræktar

Fjölmennt var á opnum fundi sem var haldinn á vegum matvælaráðuneytsins á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Þar var kynnt ný skýrsla sem hópur sérfræðinga frá Landbúnaðarháskóla Íslands vann að beiðni Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um eflingu kornræktar á Íslandi.

Helgi Eyleifur Þorvaldsson, aðjúnkt og brautastjóri búfræðibrautar hjá LbhÍ kynnti skýrsluna af hálfu hópsins og sat fyrir svörum ásamt þeim Agli Gautasyni, lektor við deild ræktunar og fæðu hjá LbhÍ og Hrannari Smára Hilmarssyni, tilraunastjóri í jarðrækt hjá LbhÍ.

„Þessi skýrsla er lykilgagn til þess að við getum tekið fyrstu skrefin í átt að eflingu kornræktar í landinu og þar með styrkt fjölbreyttari matvælaframleiðslu, aukið bindingu gróðurhúsalofttegunda og eflt hringrásarhagkerfið,“ sagði matvælaráðherra. „Það sem vakti mína athygli er að í skýrslunni er ekki tekin varnarstaða, heldur sett fram stórhuga áform um sókn til að við sem þjóð getum stuðlað að auknu fæðuöryggi“.

Fundinum var streymt, hægt er að sjá upptökuna hér. 

Skýrsla um eflingu kornræktar á Íslandi

  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 1
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 2
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 3
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 4
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 5
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 6
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 7
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 8
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 9
  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 10

Tags

12. Ábyrð neysla og framleiðsla
13. Aðgerðir í loftslagsmálum
17. Samvinna um markmiðin
15. Líf á landi
11. Sjálfbærar borgir og samfélög
9. Nýsköpun og uppbygging
8. Góð atvinna og hagvöxtur
2. Ekkert hungur

Heimsmarkmiðin

12. Ábyrð neysla og framleiðsla

13. Aðgerðir í loftslagsmálum

17. Samvinna um markmiðin

15. Líf á landi

11. Sjálfbærar borgir og samfélög

9. Nýsköpun og uppbygging

8. Góð atvinna og hagvöxtur

2. Ekkert hungur

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics