Hoppa yfir valmynd

Heimsókn umhverfis- og auðlindaráðherra til Sorpu bs.

Heimsókn í Sorpu bs: F.v. Laufey Helga Guðmundsdóttir, lögfræðingur í umhverfis- og auðlindaráðuneyti, Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu og Jóna Sæmundsdóttir, stjórnarmaður í Sorpu - mynd

Vel var tekið á móti Sigrúnu Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, þegar hún heimsótti Sorpu bs. á Álfsnesi í síðustu viku. Sorpa er byggðasamlag í eigu sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu og rekur móttöku- og flokkunarstöðvar fyrir úrgang ásamt urðunarstað í Álfsnesi.

Við heimsókn ráðherra kynnti framkvæmdastjóri Sorpu bs., Björn H. Halldórsson, starfsemi Sorpu og framtíðarsýn fyrirtækisins, þar með talið fyrirhugaða gas- og jarðgerðarstöð. Ráðherra fór í skoðunarferð um starfssvæði Sorpu á Álfsnesi og kynnti sér meðal annars hauggassöfnun á urðunarstaðnum, hreinsunarstöð metangass og ráðstafanir Sorpu til að koma í veg fyrir óæskilega lyktarmengun. Í heimsókninni gafst einnig tækifæri til að ræða ýmsar áskoranir í málaflokki úrgangsmála og aðkomu ríkisins að lausn þeirra.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics