Hoppa yfir valmynd

Endurskoðun hafin á reglum um riðu o.fl.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur sett af stað vinnu í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu við að meta og endurskoða reglur og stjórnsýslu hvað varðar málefni riðu, varnarlínu búfjár, bótafyrirkomulags vegna búfjársjúkdóma og niðurskurðar og regluverk dýraheilbrigðis. Er nú unnið að nánari skilgreiningu og afmörkun verkefnanna í verkþætti.

Áformað er að ráðinn verði verkefnastjóra tímabundið til að sinna þessum verkefnum en áætlað er þeim verði lokið um mitt næsta ár. Ráðuneytið mun viðhafa samráð við Matvælastofnun, Landssamtök sauðfjárbænda og aðra hagsmunaaðila við vinnslu þessara verkefna.

 

Tags

17. Samvinna um markmiðin
15. Líf á landi

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

15. Líf á landi

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics