Hoppa yfir valmynd

Alvarlegur matvælaskortur í tuttugu löndum

Líklegt er að alvarlegur matvælaskortur eigi eftir að aukast á næstu mánuðum í tuttugu löndum eða á tilteknum svæðum, að mati Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Samkvæmt nýútgefinni skýrslu stofnananna eru horfur dökkar fyrir tímabilið frá febrúar til maí á þessu ári og viðbúið að hungur setji líf milljóna manna í bráða hættu.

Samkvæmt skýrslunni – Hunger Hotspots FAO-WFP early warnings on acute food insecurity – er brýn þörf á markvissum mannúðaraðgerðum til bjargar mannslífum á fyrrnefndum tuttugu svæðum. Sérstaklega eru slíkar aðgerðir mikilvægar til að afstýra hungri og dauða í Eþíópíu, Nígeríu, Suður-Súdan og Jemen. Ennfremur er óttast um aðstæður íbúa Afganistan þar sem sífellt fleiri búa við sult.

Í skýrslunni er gerð grein fyrir tillögum um forgangsröðun neyðarviðbragða og aðgerða í hverju landi fyrir sig.

  • Meðfylgjandi fréttamynd nr 1
    Svæðin tuttugu í heiminum þar sem hungur sverfur að.

Tags

2. Ekkert hungur
3. Heilsa og vellíðan
17. Samvinna um markmiðin

Heimsmarkmiðin

2. Ekkert hungur

3. Heilsa og vellíðan

17. Samvinna um markmiðin

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics