Hoppa yfir valmynd

Innflutningsvernd á kartöflum felld niður

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur fallist á tillögu ráðgjafanefndar um inn- og útflutning að fella niður innflutningsvernd á kartöflum á tímabilinu 3. maí til 11. ágúst 2019 þar sem framboð á kartöflum þykir ekki nægjanlegt sbr. ákvæði 65. gr. A. búvörulaga nr. 99/1993.

Í byrjun apríl barst ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara tilkynning um skort á kartöflum. Í kjölfarið var leitað upplýsinga hjá bæði framleiðendum og dreifingaraðilum kartaflna. Fylgst var grannt með stöðu mála og nýverið lagði nefndin til við ráðherra að verndin yrði felld niður á fyrrgreindu tímabili.

Tags

Heimsmarkmið Sþ: 15 Líf á landi

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið Sþ: 15 Líf á landi

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics